Um Gaman Ferðir

   
Eigendur Gaman Ferða eru Þór Bæring Ólafsson, Bragi Hinrik Magnússon og WOW air.
 
Saga okkar í ferðabransanum:
Við (Þór og Bragi) höfum verið í þessum bransa síðan árið 2003 en þá stofnuðu við ferðaskrifstofuna Markmenn en sú ferðaskrifstofa náði að lækka verð á fótboltaferðum töluvert og úr varð alvöru samkeppni á þessum markaði. Árið 2005 keypti svo Iceland Express ferðaskrifstofuna Markmenn og fylgdum við með í kaupunum. Í kjölfarið breyttist nafnið í Express Ferðir. Árið 2007 sögðum við svo skilið við Express Ferðir. Þá fórum við í það mennta okkur aðeins meira sem er alltaf gott.
 
Í ársbyrjun 2012 tókum við þá ákvörðun að nú væri okkar tími kominn á ný í ferðabransanum og stofnuðum fyrirtækið Gaman ehf en helsta hlutverk þess fyrirtækis er að reka ferðaskrifstofuna Gaman Ferðir. Í framhaldinu gerðum við samstarfssamning við WOW air en þeir hafa verið frá upphafi okkar helstu samstarfsaðilar. Nú höfum við starfað í tæplega sex ár og hefur fyrirtækið stækkað ótrulega hratt og framboð ferða aukist mikið. Fyrir utan fótboltaferðirnar þá bjóðum við upp á fjölbreyttar sérferðir meðal annars. Við vinnum mikið með fyrirtækjum varðandi árshátíðarhópa og íþróttafélögum þar sem við sendum lið á æfingamót og í æfingaferðir og núna nýlega fórum við að selja sólarferðir til Spánar. Fótbolta- og handboltaskólarnir okkar eru að koma sterkir inn og fjölmargir unglingar ásamt foreldrum fara í slíkar ferðir á hverju ári. Einnig eru í boði borgarferðir, golfferðir, heilsueflandi hreyfiferðir svona meðal annars. Sumarið 2016 opnuðum við svo innanlandsdeild Gaman Ferða. Í april 2015 keypti WOW air hlut í Gaman Ferðum sem gerir fyrirtækið ennþá skemmtilegra. Í dag starfa 14 starfsmenn hjá Gaman Ferðum. Þetta ævintýri er sem sagt rétt að byrja.
 
Gaman ehf.
Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir 
Kennitala: 430212-1090
Bæjarhrauni 14
220 Hafnarfjörður
Sími: 560-2000 
Bankaupplýsingar: 0327-26-901
 
Það er opið alla virka daga hjá okkur milli 9-17. Við svörum líka fljótt og örugglega á Facebook-síðu Gaman Ferða.

Starfsmenn Gaman Ferða
Þór Bæring Ólafsson - thor@gaman.is
Framkvæmdastjóri Gaman Ferða 
 
Bragi Hinrik Magnússon - bragi@gaman.is 
Framkvæmdastjóri Gaman Travel
 
Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir - ingibjorg@gaman.is 
Forstöðukona - Sól og sérferðir
 
Jón Óli Ólafsson - jonoli@gaman.is 
Vefstjóri / Sérfræðingur í íþróttadeild
 
Íris Hrund Þorsteinsdóttir - iris@gaman.is 
Sérfræðingur - Sala / Hópar / Sólarferðir
 
Guðrún Steinunn Svavarsdóttir - gudrun@gaman.is 
Sérfræðingur - Hópar / Sérferðir 
 
Þorvarður Goði Valdimarsson - toddi@gaman.is 
Verkefnisstjóri Gaman Travel
 
Linda Dögg Jóhannsdóttir - linda@gaman.is 
Sérfræðingur - Bókhald
 
Sísi Camas - sisi@gaman.is
Sérfræðingur - Úrvinnsla / Leikur að læra
 
Anna Björk Guðbergsdóttir - anna@gaman.is 
Sérfræðingur - Móttaka / Sala

Hilmar Guðjónsson - hilmar@gaman.is
Fararstjóri / Sérfræðingur í íþróttadeild

Sólveig Dögg Edvardsdóttir - solveig@gaman.is
Sérfræðingur - Úrvinnsla / Hópadeild / Gaman Travel

Auður Steinberg - audur@gaman.is
Sérfræðingur - Móttaka / Sala
 
Gaman Ferðir á samfélagsmiðlum:
Gaman Ferðir á Facebook - www.facebook.com/gamanferdir
Gaman Ferðir á Twitter - www.twitter.com/gamanferdir
Gaman Ferðir á Youtube - www.youtube.com/gamanferdir
Gaman Ferðir að blogga - www.gamanferdir.blog.is
Gaman Ferðir á Snapchat - gamanferdir
Gaman Ferðir á Instagram - gamanferdir

Neyðarnúmer Gaman Ferða er +354 895-5001


Gaman Ferðir eru með ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu.