Gaman á skíðum í St Michael - Lungau

Nú snjóar hjá Gaman Ferðum. Það er komið að því að bjóða upp á skíðaferðir. Flogið verður með WOW air á laugardögum frá 23. desember -3. mars til Salzburgar. Skíðasvæði Gaman Ferða er Lungau en þar erum við í samstarfi við hið margrómaða og notalega Skihotel Speiereck sem er í eigu íslendinga og staðsett í bænum St Michael. Það er á Skihotel Speiereck sem þú vilt vera því þar myndast sannkölluð Gaman Ferða stemming.  Einnig er bjóðum við uppá fleiri skíðasvæði eins og Zell am See, Bad Gastein, St Johann og Kitzbühel. En þessi skíðasvæði eru ein af þeim allra vinsælustu í Austuríki. Komdu með okkur og upplifðu sannkallaða skíðaparadís. 
Við reynum okkar besta að bjóða ávallt virkilega samkeppnisfær verð og hægt er að nálgast upplýsingar um hvern áfangastað hér fyrir neðan á síðunni. 
 
Í Lungau munu Gaman Ferðir vera með fararstjóra en það er hann Þorgrímur Kristjánsson „Doddi“ sem er einnig hótelstjórinn á Skihotel Speiereck. Doddi tekur á móti farþegum Gaman Ferða á flugvellinum í Salzburg og verður þeim innan handar á meðan dvölinni stendur. Doddi aðstoðar gesti hótelsins við að kaupa skíðapassa og skrá gesti í skíðaskóla ef óskað er eftir því. 
 
Innifalið í skíðaferðum Gaman Ferða á hótelum sem merkt eru „Okkar Hótel“ er flug, skattar, 20 kg taska, 1 par af skíðum og gisting. 
Lungau
Skíðasvæði Gaman Ferða er Lungau en þar erum við í samstarfi við hið margrómaða og notalega Skihotel Speiereck sem er í eigu íslendinga.
Bad Gastein
Í Gastein dalum eru yfir 205 km af rennisléttum skíðabrekkum og frábær aðstaða er til snjóbrettaiðkunar eða gönguskíða.
Kitzbühel
Skíðasvæðið í Kitzbühel er eitt það allra vinsælasta hjá skíða og snjóbrettafólki. Yfir 170 km af brekkum til að renna sér niður.
St. Johann
Skíðasvæðið í St. Johann er staðsett á milli Kitzbuheler Horn og Wilder Kaiser fjallsins og er svæðið bæði fyrir þá sem vilja renna sér á skíðum eða snjóbrettum.
Zell am See
Í Zell am See eru rúmlega 80 km af skíðabrautum og tæplega 30 lyftur. Frábært skíðasvæði fyrir framúrskarandi skíða og snjóbrettafólk.