Siglingar

Gaman Ferðir hafa gert saming við tvö stórglæsileg skipafélög og bjóðum við nú upp á lúxus skemmtiferðasiglingar. Það eru skipafélögin Princess Cruises og Carnival Cruises sem Gaman Ferðir eru í samstarfi við en þetta eru ein af þeim glæsilegustu og bestu skipafélögum í heimi. Við komum til með að bjóða upp á skipulagðar ferðir með íslenskum fararstjóra en einnig getum við líka sett saman draumaferðina þína. Endilega hafði samband við okkur hjá Gaman Ferðum og við gefum ykkur verð í flug, hótel og siglingu með Princess Cruises eða Carnival Cruises.

 

Vestur Karíbahaf- Carnival Vista - 15. - 26. mars

Vestur Karíbahaf- Carnival Vista - 15. - 26. mars

Miami 11 Nótt / Nætur

Frá kr.324.900 / á mann

Barcelona og Miðjarðarhafið - Carnival Horizon 20. apríl - 1. maí

Barcelona og Miðjarðarhafið - Carnival Horizon 20. apríl - 1. maí

Barcelona 11 Nótt / Nætur

Frá kr.338.900 / á mann

 

Hér fyrir neðan getur þú líka bókað þína siglingu á eigin vegum og við hjá Gaman Ferðum getum verið ykkur innan handar við bókun á flugi og hóteli. Hafið samband við okkur í síma 560 2000 eða sendið okkur póst á gaman@gaman.is

 

Princess Cruises
Það er óhætt að segja að Princess Cruises sé eitt af betri skipafélögum í heiminum í dag. Princess Cruises hefur verið starfandi í yfir 50 ár og í flota þeirra eu 18 skemmtiferðaskip. Ár hvert sigla yfir 1 miljón farþega með Princess Cruises sem sem kemur við á yfir 280 áfangastöðum í öllum heimsálfum. Þjónustan og aðbúnaðurinn um borð er eins og að hann gerist bestur. Lagt er upp úr persónulegri þjónustu og að hver einn og einasti gestur njóti sín til fullnustu. Fjöldinn allur er af gourmet veitingastöðum um borð, kaffihús og barir. Glæsileg heislulind, spilavíti, leikhús, kvikmyndahús og ótal margt fleira í boði um borð. Að sigla með Princess Cruises er sannkallað ævintýri og upplifinu sem gleymist aldrei.
Bóka siglingu á eigin vegum með Princess Cruises.

 

Carnival Cruises
 
Carnival Cruises er eitt besta skipafélagið sem siglir í Karabískahafinu enda sérhæfir Carnival Cruises sig í skemmtisiglingum þar. Í flota Carnival Cruise eru 24 stórglæsileg skemmitferðaskip. Siglingarnar eru allt frá 3-15 dögum. Um borð hjá Carnival Cruise er eitthvað fyrir alla fjölskylduna, fjölbreytt afþreying og stanslaust fjör. Carnival Cruises leggur mikið upp úr því að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi. Stórkostleg vatnaveröld með vantsrennibrautum, sundlaug, og sólbaðsaðstöðu. Mingolf, kvikmyndahús, leikhús, spilavíti, heilsulind, barna, unglingaklúbbar og ótal margt fleira er í boði um borði í Carnival Cruise. Veitingastaðirnir eru 7 talsins og 8 barir og kaffihús. Um borð hjá Carnival eru þjónustan persónuleg og lífleg. Þeir sem silgt hafa með Carnival Cruises eru allir sammála að þeim langar öllum aftur.