Hóp- og árshátíðaferðir

Gaman Ferðir elska allar gerðir af hópum hvort sem þeir eru stórir eða smáir og bjóðum við alla hópa velkomna til okkar. Við höfum mikla reynslu af skipulagningu hópferða og höfum við séð um skipulagningu fyrir litla hópa upp í nokkur hundruð manna fyrirtæki.
 
Vinsælustu borgirnar hafa verið Berlín, Brighton, London, Barcelona,  Dublin, París og Cork. Einnig höfum við verið með leiguflug til borga eins og Prag, Riga, Lissabon og Maribor. Í öllum þessum borgum höfum við sterk sambönd og getum séð um skipulagningu frá a- ö. Meðal þess sem við höfum séð um er skipulagning á flugi, hótelum, hátíðarmat, tónlist, veislustjórn, fararstjórn, ljósmyndun ásamt fjölbreyttu úrvali skoðunarferða.
 
Komdu með hópinn þinn til Gaman Ferða og við setjum saman ógleymanlega ferð fyrir hópinn þinn.
 
Sendu okkur póst á hopar@gaman.is

 

 

Hér fyrir neðan eru umsagnir frá viðskiptavinum okkar sem hafa látið okkur sjá um árshátíðarferðirnar sínar:
 
Gaman Ferðir skipulögðu árshátíðarferð fyrir okkur hjá Sjóvá til Berlínar.  Samstarfið við Gaman Ferðir var ánægjulegt, skipulag skoðunarferða og árshátíðarinnar var til fyrirmyndar og hópurinn kom glaður heim í ferðalok.
 
Arndór Hjartarson f.h ferðanefndar og Ágústa Bjarnadóttir starfsmannstjóri
 
 
Í september 2016 fòrum við hjá Skinney-Þinganes hf í 70 ára afmælisferð með 440 manns til Berlínar. Við leituðum til Gaman Ferða um að skipuleggja ferðina.  Við sjáum ekki eftir því.  Ferðin stóðst allar okkar kröfur og gott betur.  Hótelið rúmaði allan hópinn, var flott og vel staðsett .  Afmælisveislan sjálf, sem þau hjá Gaman sáu alfarið um að skipuleggja, var haldin í fallegum sal við ánna.  Maturinn og þjónustan var hvorttveggja fyrsta flokks.  Við hjá Skinney – Þinganes hefðum ekki getað hugsað okkur betri ferð hvað neitt varðar.  Það vafðist ekkert fyrir Gaman Ferðum, stórt og smátt, þó um 440 manna hóp væri að ræða.  Þau hjá Gaman Ferðum fá topp einkunn frá okkur og getum við heilshugar mælt með þeim við skipulaggningu á starfsmannaferðum af þessari stærðargráðu!
 
Guðrún Ingólfsdóttir, fjármálastjóri Skinney-Þinganes hf
 
 
Gaman Ferðir gerðu tilboð vegna árshátíðarferðar starfsmannafélags VÍS út fyrir landsteinana. Frá upphafi var ljóst að þarna var fagfólk að störfum sem vissi upp á hár hvað þarf að gera þegar kemur að skipulagningu á ferð sem þessari. Þegar ferðast er með stóran hóp er í mörg horn að líta og fjölmargir hlutir sem þurfa að ganga upp. Allt gekk eins og best verður á kosið og aðkoma Gaman Ferða frá upphafi til enda til fyrirmyndar. Við mælum óhikað með þjónustu Gaman Ferða þegar kemur að því að skipuleggja ferðalagið. 
 
Bestu þakkir fyrir okkur! 
f.h. Starfsmannafélags VÍS Linda Rós Reynisdóttir

 
Gaman Ferðir sáu um frábæra árshátíðarferð okkar, 150 manns til Færeyja. Flug, gisting, afþreying og matur allt mjög gott og vel skipulagt. Stóðst 100% frá upphafi til enda. 
 
Með vinsemd og virðingu, 
Hafdís Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri Laugar Spa

 
Würth á Íslandi tók þá ákvörðun að fara í árshátíðarferð til Berlínar vorið 2014. Valið var að láta Gaman Ferðir sjá um ferðina í heild sinni. Gaman Ferðir sáu um að setja saman pakka með flugi og hótelgistingu auk þess sem þeir sáu um að skipuleggja árshátíðarveisluna og svo skoðunarferðir fyrir hópinn um Berlín.
Það er skemmst frá því að segja að allt stóðst eins og stafur á blaði. Gistingin var frábær og morgunmaturinn á hótelinu vel útilátinn og góður. Skoðunarferðirnar voru skemmtilegar og áhugaverðar og síðast en ekki síst var árshátíðarmaturinn vel heppnaður. Allur hópurinn kom heim ánægður með ferðina og alla skipulagningu hennar og öll samskipti við Gaman Ferðir voru jákvæð og þægileg.
Við höldum áfram að nota þjónustu Gaman ferða í önnur verkefni og getum því hiklaust mælt með þeirra þjónustu.
 
Júlíus Sigurjónsson - Starfsmannafélag Würth
Gunnar Árnason - Fjármálastjóri Würth