Frjálsar íþróttir

Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir allar íþróttir. Við kappkostum að bjóða upp á hagstæð verð í vel skipulagðar ferðir sem henta öllum íþróttahópum. Allt frá boltaíþróttum í sundhópa, fimleikahópa, frjálsar íþróttir, dans og auðvitað allt þar á milli. Við skipuleggjum ferðina fyrir þig og þinn hóp.

Við höfum skipulagt ferðir fyrir bæði félagslið og einstaklinga, hér fyrir neðan eru nokkur dæmi. Hafið endilega samband við okkur á hilmar@gaman.is eða í síma 560-2000 til að fá nánari upplýsingar.

Gaman Ferðir - Æfinga- og keppnisferðir - Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Gautarborgarleikarnir í frjálsum 28. júní -  5. júlí - Verð frá 109.900 kr á mann
Virkilega skemmtilegt og gott frjálsíþróttamót í Gautaborg í Svíþjóð. Selfoss og ÍR fóru með Gaman Ferðum sumarið 2016 á mótið og voru mjög sátt og gekk ferðin afar vel. Flogið er til Kaupmannahafnar og þaðan er svo rútuferð til Gautaborgar. Gist er á hinu glæsilega Scandic Europe í miðborg Gautaborgar í þriggja manna herbergjum í 6 nætur. Morgunmatur er í boði á hótelinu. Svo er rútuferðin frá Gautaborg til Kaupmannahafnar einnig með í pakkanum. Liðin skrá sig sjálf í keppnisgreinar á heimasíðu mótsins og greiða mótsgjöld sjálf. Innfalið í skráningargjaldinu er aðgangur að Liseberg.
 
 
Gaman Ferðir - Æfinga- og keppnisferðir - Frjálsar íþróttir

 

Æfingaferðir

Gaman Ferðir skipuleggja æfingaferðir fyrir lið í flestum íþróttagreinum, hvort sem það eru meistaraflokkar eða yngri flokkar. Við getum sérsmíðað ferðir fyrir hvaða hóp sem er og því er um að gera að hafa samband og athuga hvaða möguleikar eru í boði fyrir þitt lið. Hægt er að senda póst á Hiilmar (hilmar@gaman.is).