Fótbolti

Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir allar íþróttir. Við kappkostum að bjóða upp á hagstæð verð í vel skipulagðar ferðir sem henta öllum íþróttahópum. Allt frá boltaíþróttum í sundhópa, fimleikahópa, frjálsar íþróttir, dans og auðvitað allt þar á milli. Við skipuleggjum ferðina fyrir þig og þinn hóp.
 
Við höfum skipulagt ferðir fyrir bæði félagslið og einstaklinga, hér fyrir neðan eru nokkur dæmi.  Hafið endilega samband við okkur á hilmar@gaman.is eða í síma 560-2000 til að fá nánari upplýsingar.

Gaman Ferðir - 3.flokkur FH tók þátt í Cup Danmark sumar 2016

3.flokkur FH tók þátt í Cup Danmark sumarið 2016

Fótbolti

Norway Cup í Osló, Noregi 28. júlí - 4. ágúst / Gaman Ferðir með einkaleyfi 
Frábært mót í alla staði þar sem dagskrá með ferð í einn stærsta skemmtigarð í Noregi tvinnast inn í eitt allra flottasta knattspyrnumót sem völ er á. 2017 er mótið haldið í 45. skipti. Í fyrra tóku 1.749 lið þátt, 32.000 þátttakendur frá 52 þjóðum. þetta er svo flott að yfirmaður öryggismála er sá sami og sér um öryggismál Noregskonungs!
 
Barcelona Summer Cup á Spáni 2. júlí - 6. júlí 
Barcelona Summer Cup er frábært mót sem haldið er í fallegum strandbæ, Salou. Hátt í 100 lið frá yfir 14 löndum taka þátt og mikið er lagt uppúr góðri umgjörð og skemmtilegri dagskrá til viðbótar við fótboltann. Fótboltamót sem sameinar sól, strönd og frábæra afþreyingu.
 
Cup Denmark í Kaupmannahöfn, Danmörku júlí 2018
Cup Denmark er eitt af stærri og skemmtilegri fótboltamótum á Norðurlöndunum. Yfir 150 lið frá yfir 25 löndum taka þátt og mikið er lagt uppúr góðri umgjörð og skemmtilegri dagskrá til viðbótar við fótboltann. Mótið er haldið í samstarfi með Bröndby í Bröndby Stadion í Kaupmannahöfn.
 
Knattspyrnuskóli Gaman Ferða 2018 - í Frankfurt 
Gaman Ferðir bjóða upp á frábæran knattspyrnuskóla fyrir stelpur á aldrinum 13-16 ára í Frankfurt
 
 

Æfingaferðir

Gaman Ferðir skipuleggja æfingaferðir fyrir lið í flestum íþróttagreinum, hvort sem það eru meistaraflokkar eða yngri flokkar. Við getum sérsmíðað ferðir fyrir hvaða hóp sem er og því er um að gera að hafa samband og athuga hvaða möguleikar eru í boði fyrir þitt lið. Hægt er að senda póst á Hilmar (hilmar@gaman.is).