Æfinga- og keppnisferðir

Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir allar íþróttir. Við kappkostum að bjóða upp á hagstæð verð í vel skipulagðar ferðir sem henta öllum íþróttahópum. Allt frá boltaíþróttum í sundhópa, fimleikahópa, frjálsar íþróttir, dans og auðvitað allt þar á milli. Við skipuleggjum ferðina fyrir þig og þinn hóp.

Við höfum skipulagt ferðir fyrir bæði félagslið og einstaklinga, hér fyrir neðan eru nokkur dæmi. Hafið endilega samband við okkur á hilmar@gaman.is eða í síma 560-2000 til að fá nánari upplýsingar.

 

Skólarnir okkar:

Handboltaskólinn í Álaborg - 23. júlí til 29. júlí - fyrir krakka fædda 2002-2004
Knattspyrnuskólinn í Frankfurt - Strákar - 21. júlí til 28. júlí - 14-16 ára krakkar
Knattspyrnuskólinn í Frankfurt - Stelpur- 28. júlí til 4. ágúst - 14-16 ára krakkar

 

Handboltaskóli Gaman Ferða 2018

Handboltaskóli Gaman Ferða 2018

Aalborg 6 Nótt / Nætur

Frá kr.169.900 / á mann

Knattspyrnuskólinn 2018 Strákar

Knattspyrnuskólinn 2018 Strákar

Frankfurt 7 Nótt / Nætur

Frá kr.179.900 / á mann

Knattspyrnuskólinn 2018 Stelpur

Knattspyrnuskólinn 2018 Stelpur

Frankfurt 7 Nótt / Nætur

Frá kr.179.900 / á mann
Fótbolti
Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir fótbolta. Til dæmis Norway Cup, Barcelona Summer Cup og Cup Denmark
Handbolti
Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir handbolta. Til dæmis Dronninglund Cup, Bergen Cup og handboltaskóli Gaman Ferða
Körfubolti
Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir körfubolta. Til dæmis Top Basket Barcelona
Frjálsar
Gaman Ferðir er með mikið úrval æfinga og keppnisferða fyrir frjálsar íþróttir. Til dæmis Gautarborgarleikarnir í frjálsum.

Gaman Ferðir - 3.flokkur FH tók þátt í Cup Danmark sumar 2016

3.flokkur FH tók þátt í Cup Danmark sumarið 2016

Fótbolti

Norway Cup í Osló, Noregi 28. júlí - 4. ágúst / Gaman Ferðir með einkaleyfi 
Frábært mót í alla staði þar sem dagskrá með ferð í einn stærsta skemmtigarð í Noregi tvinnast inn í eitt allra flottasta knattspyrnumót sem völ er á. 2017 er mótið haldið í 45. skipti. Í fyrra tóku 1.749 lið þátt, 32.000 þátttakendur frá 52 þjóðum. þetta er svo flott að yfirmaður öryggismála er sá sami og sér um öryggismál Noregskonungs!
 
Barcelona Summer Cup á Spáni 2. júlí - 6. júlí  
Barcelona Summer Cup er frábært mót sem haldið er í fallegum strandbæ, Salou. Hátt í 100 lið frá yfir 14 löndum taka þátt og mikið er lagt uppúr góðri umgjörð og skemmtilegri dagskrá til viðbótar við fótboltann. Fótboltamót sem sameinar sól, strönd og frábæra afþreyingu.
 
Cup Denmark í Kaupmannahöfn, Danmörku 26. - 29. júlí 
Cup Denmark er eitt af stærri og skemmtilegri fótboltamótum á Norðurlöndunum. Yfir 150 lið frá yfir 25 löndum taka þátt og mikið er lagt uppúr góðri umgjörð og skemmtilegri dagskrá til viðbótar við fótboltann. Mótið er haldið í samstarfi með Bröndby í Bröndby Stadion í Kaupmannahöfn.
 
Knattspyrnuskóli Gaman Ferða - Frankfurt
Eftir vel heppnaðan skóla í Hollandi 2017 þá hefur verið ákveðið að hafa annan árið 2018 en að þessu sinni í Frankfurt.
 

Flottur hópur á leið í handboltaskóla Gaman Ferða

Flottur hópur á leið í handboltaskóla Gaman Ferða

Handbolti

Dronninglund Cup í Danmörku 9. - 14. júlí / Gaman Ferðir með einkaleyfi
Yfir 250 lið frá yfir 15 þjóðum gerir Dronninglund að einu flottasta og sterkasta handboltamóti á Norðurlöndunum. Þetta er glæsilegt mót sem er með frábæra dagskrá og heimsókn í skemmtigarð.
 
Bergen Cup í Noregi 28. júní - 1. júlí / Gaman Ferðir með einkaleyfi
Vikuferð í beinu flugi til Bergen í Noregi. Tpæ 300 lið tóku þátt 2017 og stefna mótshaldarar á um 330 lið sumarið 2018. Frábær vikuferð sem byrjar á æfingum og æfingaleikjum fyrstu tvo dagana, síðan er tekið þátt í Bergen Cup mótinu og leikið gegn sterkum liðum. Ferð í klifurgarð, risa aparólu og sundlaugargarð er hluti af skemmtilegri dagskrá.
 
Granollers Cup á Spáni 27. júní - 1. júlí
Eitt stærsta alþjóðlega handboltamót í heimi. Yfir 350 lið frá 23 löndum taka þátt í stórskemmtilegu móti rétt utan við Barcelona. Gist er á hóteli í strandbæ rétt utan Granollers svo iðkendur geti sameinað strönd, sól, skemmtun og handbolta – það er allt í þessari ferð.
 
Handboltaskóli Gaman Ferða í Álaborg 23. júlí til 29. júlí: Verð 169.900 kr.

Flogið með Icelandair til Billund. 1 taska 23 kg og 10 kg handfarangur innifalinn í verði.

Flugáætlun:

FI 272  23JUL  KEF BLL  0800  1245

FI 273  29JUL  BLL KEF  1440  1530

Við tökum svo rútu til Álaborgar, en það tekur rúma 2 tíma að keyra.

Æft 2x á dag og með sama fyrirkomulagi og undanfarin tvö ár, áhersla lögð á einstaklingsþjálfun þar sem atvinnumenn stýra æfingunum. Skólastjórar eru Aron Kristjánsson, þjálfari Danska meistaraliðsins Álaborg og Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari mfl kk hjá HK. Auk þeirra munu fleiri íslenskir þjálfarar þjálfa í skólanum.

Linkur á gisti og æfingaaðstöðuna : http://nsbic.dk/

Á staðnum eru tveir góðir handboltavellir, sundlaug, borðtennis, box salur, pool, sjoppa og stutt í miðbæinn. Maturinn er eins og hann gerist bestur.

Það eru 4 saman í herbergi.

Fyrir utan aðstöðuna er svo körfuboltavöllur og styrktarleiktækni. 

Takmarkað sætaframboð í boði.

 

 

Körfubolti

Top Basket Barcelona á Spáni í júní / Gaman Ferðir með einkaleyfi
Vel skipulagt og frábært körfuboltamót í strandbænum Callela. Um 50 lið frá 9 þjóðum mættu til leiks 2017 en meðal þjóða voru England, Tyrkland, Ungverjaland, Írland, Ísrael og Belgía. Hérna sameinar þú körfubolta, sól, strönd og skemmtun. Ferð í skemmtigarð og sundlaugargarð auk góðrar dagskrár á meðan móti stendur. 

Frjálsar íþróttir

Gautarborgarleikarnir í frjálsum 29. júní - 1. júlí 
Virkilega skemmtilegt og gott frjálsíþróttamót í Gautaborg í Svíþjóð. Selfoss og ÍR fóru með Gaman Ferðum sumarið 2016 á mótið og voru mjög sátt og gekk ferðin afar vel. Flogið er til Kaupmannahafnar og þaðan er svo rútuferð til Gautaborgar. Gist er á hinu glæsilega Scandic Europe í miðborg Gautaborgar í þriggja til fjögra manna herbergjum í 6 nætur. Morgunmatur er í boði á hótelinu. Svo er rútuferðin frá Gautaborg til Kaupmannahafnar einnig með í pakkanum. Liðin skrá sig sjálf í keppnisgreinar á heimasíðu mótsins og greiða mótsgjöld sjálf. Innfalið í skráningargjaldinu er aðgangur að Liseberg.
 

Æfingaferðir

Gaman Ferðir skipuleggja æfingaferðir fyrir lið í flestum íþróttagreinum, hvort sem það eru meistaraflokkar eða yngri flokkar. Við getum sérsmíðað ferðir fyrir hvaða hóp sem er og því er um að gera að hafa samband og athuga hvaða möguleikar eru í boði fyrir þitt lið. Hægt er að senda póst á Hilmar (hilmar@gaman.is).